Um Siberian Express

Siberian Express™ er teymi áhugafólks um sleðahunda, sleðahundasport og útivist. Við höfum það að markmiði að þjálfa og vera með hundunum okkar þannig að þeim líði sem best og að hægt sé að hafa af þeim og með þeim sem mest gagn og gaman, bæði í leik og keppni.

Liðið okkar heitir Siberian Express™ en hér á vefnum og í almennri umræðu styttum við og íslenskum liðsheitið stundum í Síberíu hraðlestin eða bara Hraðlestin. Siberian Express™ merkið og framsetning þessa vefsvæðis er eign og vörumerki Baldvins Hanssonar og verndað höfundarrétti.

Hluti af því efni sem við setjum hér fram er skrifað eða búið til af aðilum sem ekki eru beinir þátttakendur í Siberian Express™ liðinu en vilja gjarnan miðla þekkingu sinni og fróðleik til sem flestra. Við kunnum þessu fólki miklar þakkir fyrir og hvetjum þá sem eiga efni sem þeir vilja koma á framfæri og gæti átt erindi inn á vefinn okkar til að hafa samband við okkur í síma 699 5050. Við leitumst við að hafa hér inni réttar upplýsingar en það geta alltaf slæðst inn villur. Ábendingar um villur eða rangfærslur í efni á okkar vegum eru vel þegnar.

Þjálfun og ferðir

Siberian Express™ hundar og menn æfa allan ársins hring en æfingadagskráin er breytileg eftir árstíma. Markmið okkar er að vera með vel þjálfaða og agaða hunda sem líður vel og fá gott atlæti. Að vetrum förum við gjarnan í ferðir um óbyggðir með hundana eftir því sem aðstæður leyfa.