Sleðahundar

Siberian Express™ þjálfar hundana sína allan ársins hring en dagskráin er breytileg eftir árstíma. Markmið okkar er að vera með vel þjálfaða og agaða hunda sem líður vel og fá gott atlæti. Yfir vetrartímann ferðumst við gjarnan með hundunum eftir því sem aðstæður leyfa.

Þjálfun sleðahunda

Sleðahundaþjálfun er bæði skemmtileg og gefandi fyrir hunda og menn. Ef þú vilt fá góð ráð og nálgast upplýsingar um þjálfunaraðferðir og þá gleði sem vel þjálfaður sleða hundur getur gefið og haft sjálfur af þjálfun og vinnu, er ágætt að byrja á grein eftir Dachary Carey þar sem gefin eru nokkur góð ráð fyrir sleðahundaþjálfun.

Greinar

Í samráði við nokkra mjög færa hundaeigendur og -þjálfara höfum við tekið saman fræðsluefni sem nýtist vonandi einhverjum sem vilja fræðast um sleðahunda og sleðahundasportið.

Bakhjarlar

Siberian Express™ liðið nýtur ómetanlegs liðsinnis bakhjarla sem styðja við starfið okkar með ríkulegum hætti. Þessi stuðningur gefur okkur færi á að halda úti góðum og vel búnum hóp manna og hunda.